Fjárfestingastefna Hvetjanda
Fjárfestingarstefna Hvetjanda
1. Hlutfall hlutafjár í einstökum félögum
Að jafnaði skal Hvetjandi hf. ekki eiga umfram 25% hlutafjár í einstöku félagi. Við útreikning á hlutfall eignar í einstöku félagi má taka mið af þeim hlutafjárloforðum sem eru útistandandi að því gefnu að þau fáist greidd innan árs.
2. Hámarksfjárfesting fjármagns í einstöku félagi
Að jafnaði skal Hvetjandi hf. ekki fjárfesta umfram 10% af eigin fé Hvetjanda í einstöku félagi.
3. Ávöxtunarkrafa hlutafjáreignar
Stefnt skal að því að ná ávöxtun sem skilar Hvetjandi hf. að meðaltali 5% árlegri arðsemi þess fjármagns sem lagt er í félagið. Jafnframt skal hafa í huga samspil áhættu og ávöxtunar í hverju tilfelli fyrir sig. Fjárfestingartími skal að jafnaði vera 4-6 ár.
4. Fjármögnun félags
Hvetjandi hf. mun ekki leggja fram hlutafé nema að fjármögnun viðkomandi félags sé að fullu tryggð.
5. Endursala hlutabréfa
Hvetjandi hf. leitast við að fjárfesta í félögum þar sem möguleikar til endursölu hlutabréfa teljast ásættanlegir að mati félagsins.
6. Ákvörðun um fjárfestingu
Framkvæmdastjóri metur þau verkefni sem félaginu berast og leggur fyrir stjórn. Ennfremur leggur hann fram greinargerð um einstök félög telji hann um álitlegan fjárfestingarkost að ræða. Verkefni sem þannig berast til stjórnar skulu hafa fengið umsögn hjá fagráði eða sambærilegum umsagnaraðila. Jafnframt leggur framkvæmdastjóri fram tillögu um fjárfestingu í félaginu og hugsanleg skilyrði vegna þessa. Stjórn tekur í kjölfarið ákvörðun um fjárfestingu. Ákvarðanir skulu teknar með samhljóða atkvæðum stjórnarmanna
Samþykkt þannig á stjórnarfundi Hvetjanda hf. 20. mars 2006