Aðalfundur Hvetjanda hf. fyrir starfsárið 2015 verður haldin þann 16 september kl 11.00 og verður haldinn á Hótel Ísafirði. Fundarboðið er eingöngu sent rafrænt á hluthafa og stjórn félagsins.
Gert er ráð fyrir að aðalfundarstörfum ljúki um kl 12.00 og verður boðið upp á hádegisverð að aðalfundi loknum.
Eftir hádegisverð þá er gert ráð fyrir stefnumótunarfundi þar sem hluthafar ræða stefnu og fjárfestingastefnu Hvetjanda. Starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Jón Páll Hreinsson mun halda utan um þá vinnu. Gert er ráð fyrir að þessi vinna standi í um 3 klst. Og verði lokið fyrir kl 16.00